Krefst bóta úr hendi vegaverktakans

Möl sem vegaverktaki var að vinna með við þjóðveginn um …
Möl sem vegaverktaki var að vinna með við þjóðveginn um Kjalarnes fauk á bíla sem fóru þar um. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður sem varð fyrir verulegu tjóni á bíl sínum þegar hann ók þjóðveginn um Kjalarnes, þar sem unnið er að tvöföldun vegarins, sættir sig ekki við að bera tjónið sjálfur.

Efni sem verið var að vinna með fauk yfir bíl hans svo nauðsynlegt er talið að heilsprauta bílinn sem gæti kostað tvær milljónir. Vegagerðin og tryggingafélag verktakans hafna því að bæta tjónið og hefur maðurinn ákveðið að leggja það fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum.

Skellur eru í lakki á vélarhlíf, vinstri hlið og þaki …
Skellur eru í lakki á vélarhlíf, vinstri hlið og þaki eins árs gamals bíls Ólafs.

Ólafur H. Knútsson býr á Akranesi og vinnur í Reykjavík og ekur daglega um Kjalarnes eins og tugir eða hundruð annarra ökumanna. Hann varð fyrir því í október að möl sem starfsmenn verktaka við breikkun vegarins voru að vinna með fauk yfir bíl hans og fleiri bíla sem þar voru á ferð. Fleiri hafa orðið fyrir tjóni vegna framkvæmdanna.

Telur hann að verktakinn hafi sýnt af sér vítavert gáleysi að vinna með efnið á þessum tíma og á þann hátt sem gert var og krefst bóta en tryggingafélagið neitar. 

Nánari umfjöllun er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert