Nýjar leiðbeiningar um vinnusóttkví

Notkun vinnusóttkvíar verður leyfileg frá hádegi 31.12.2021.
Notkun vinnusóttkvíar verður leyfileg frá hádegi 31.12.2021. mbl.is/Auðun

Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar um vinnusóttkví en hún verður leyfileg frá hádegi á morgun.

„Heimild til vinnusóttkví á eingöngu við þegar atvinnurekendur telja mjög brýna þörf fyrir vinnuframlagi starfsmans,“ segir í leiðbeiningum um vinnusóttkví en atvinnurekendum og einstaklingum er gert að útfæra sjálfir framkvæmd sóttkvíarinnar.

Þá er óheimilt að nýta vinnusóttkví ef starfsmaður er í beinni þjónustu við viðskiptavini.

Nánar má lesa um leiðbeiningar vinnusóttkvíar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert