Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar eftir miðnætti um ungmenni sem voru að skjóta upp flugeldum og valda ónæði.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni næturinnar en almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt.
Enn fremur barst lögreglu í Kópavogi tilkynning um hópslagsmál á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þegar lögregla mætti á meintan vettvang var ekkert að sjá þar.