Rekstur Strætó á Austurlandi mun færast yfir til Vegagerðarinnar á nýju ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en áður sá SV-Aust og Múlaþing um reksturinn ásamt samtökum sveitafélaga á Austurlandi og Austurbrú.
„Almenningssamgöngur á Austfjörðum verða því formlega hluti af leiðarneti Strætó á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.
Akstursleiðirnar sem slíkar munu ekki breytast en fá þó ný leiðarnúmer og nýjar tímatöflur. Gjaldskrá verður sú sama til að byrja með.
Ný leiðanúmer eru eftirfarandi:
Leið 91: Egilsstaðir – Reyðarfjörður – Eskifjörður – Norðfjörður
Leið 92: Reyðarfjörður – Fáskrúðsfjörður – Stöðvarfjörður – Breiðdalsvík
Leið 93: Seyðisfjörður - Egilsstaðir
Leið 94: Höfn – Djúpivogur – Breiðdalsvík
Leið 95: Egilsstaðir – Borgarfjörður