Í nótt kl. 04:16 mældist skjálfti 3,0 að stærð í Ingólfsfjalli eða um 8 km austur af Hveragerði. Hann fannst í Hveragerði, á Selfossi og í Grímsnesi.
Hins vegar hefur allt verið frekar rólegt á Reykjanesskaga í nótt en í gær mældust þar um 400 skjálftar.
Jarðskjálftavirknin fer minnkandi en í fyrradag mældust um 1.300 jarðskjálftar á öllum Reykjanesskaganum.