Skönnun og sumarmarkmið Svavars

Hafnfirðingurinn Svavar Kjarrval Lúthersson hefur nóg að gera.
Hafnfirðingurinn Svavar Kjarrval Lúthersson hefur nóg að gera.

Hafnfirðingurinn Svavar Kjarrval Lúthersson, tölvunarfræðingur og starfandi formaður Einhverfusamtakanna, er með mörg járn í eldinum. Hann er langt kominn með að endurskanna registur hæstaréttardóma og í vor gerir hann ráð fyrir að útskrifast með BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, en að loknu síðasta prófinu hefst hann handa við að setja sér markmið fyrir sumarið.

Svavar greindist með Asperger-heilkennið fyrir rúmum áratug og er fyrsti formaður Einhverfusamtakanna með slíka greiningu. Hann hefur verið í stjórninni í áratug og var varaformaður frá 2019 til 2. desember síðastliðins. Þá fór Inga Aronsdóttir, formaður samtakanna, í leyfi og gegnir Svavar formennskunni meðan á því stendur.

Svavar er nær búinn að endurskanna registur hæstaréttardóma.
Svavar er nær búinn að endurskanna registur hæstaréttardóma.

Helstu baráttumál Einhverfusamtakanna eru stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál. „Við erum í samskiptum við hið opinbera til að ýta á réttindi fólks á einhverfurófinu,“ segir Svavar og leggur áherslu á að innri málefni séu ekki síður mikilvæg, að fólk á einhverfurófi geti hist og rætt málin. „Nýlega hafa samskiptin aðallega verið rafræn af skiljanlegum ástæðum,“ segir hann og bætir við að auk þess séu hittingar fyrir aðstandendur.

Margir hattar

Hattar Svavars eru margir. Lengi hefur hann unnið við að skanna inn ýmislegt af útgefnum ritum, eins og til dæmis Stjórnartíðindi og dómasafn Hæstaréttar (urlausnir.stuff.is). „Stjórnartíðindin eru stærsta verkefnið en þau ná aftur til 1874 og líklega lýk ég verkinu á næsta ári.“ Skömmu eftir að hann byrjaði í laganáminu útbjó hann síðu þar sem hann setti inn gömul próf á einfaldan hátt og dómsmál (urlausnir.stuff.is og gomulprof.stuff.is). „Fyrst var vefsíðan með prófunum aðallega fyrir mig þar sem ég vildi hafa yfirsýn yfir fyrri próf.“ 

Lengra viðtal við Svavar má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert