Skýrsla um öryggi lendingarstaða birt

Starfshópurinn telur einnig þörf að uppbyggingu sjúkraflugvallar í Skaftafelli eða …
Starfshópurinn telur einnig þörf að uppbyggingu sjúkraflugvallar í Skaftafelli eða Fagurhólsmýri. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Skýrsla starfshóps um öryggi lendingarstað hefur verið birt. Niðurstöður vinnuhópsins voru að sjúkra- og öryggisflugvöllur sem nýtast á flugvél Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugvélum við erfiðar aðstæður þurfi að uppfylla ýmis öryggiskröfur

„Flugbraut hans þarf að lágmarki að vera klædd, 1.000 m löng og 30 m breið, flugbrautarljós þurfa að vera (þröskulds, enda- og hliðarljós), aðflugshallaljós, RNP-aðflug (gervihnattaleiðsaga) og upplýsingaþjónusta (veður og ástand flugvallar). Þá þarf að halda flugbraut hreinni og hálkuverja eftir þörfum,“ segir á vef stjórnarráðsins.

Verkefnið var afmarkað við skráða lendingarstaði án áætlunarflugs og loftför sem eru nýtt til almannavarna, svo sem þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar, eða sjúkraflug.

Starfshópurinn telur að gera þurfi tilteknar ráðstafanir vegna núverandi sjúkraflugvalla á Blönduósi, Sauðarkróki, í Reykjahlíð og Norðfirði til að uppfylla nýju kröfurnar. Starfshópurinn telur einnig þörf að uppbyggingu sjúkraflugvallar í Skaftafelli eða Fagurhólsmýri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert