Tæpar 900 þúsund krónur á mann í heilbrigðisþjónustu

Helsta markmið stjórnvalda fyrir árin 2022-2026 er að stöðva hækkun …
Helsta markmið stjórnvalda fyrir árin 2022-2026 er að stöðva hækkun skulda hins opinbera sem hlutfall af landframleiðslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afkoma ríkissjóðs tekur miklum framförum og halli ríkissjóð dregst saman samkvæmt nýjum fjárlögum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Halli ríkisjóðs er talinn verða 186 milljarðar króna á næsta ári og dregst saman um ríflega 100 milljarða milli ára.

Langstærsti útgjalda liður ríkisjóðs eru heilbrigðismál og er hann tæplega þrefalt stærri en næststærsti liðurinn sem er málefni aldraðra.

Vilja stöðva hækkun skulda

Íslendingar borga um 875 þúsund krónur á mann á næsta ári fyrir heilbrigðisþjónustu miðað við tæpar 275 þúsund krónur sem fara í málefni aldraðra.

Helsta markmið stjórnvalda fyrir árin 2022-2026 er að stöðva hækkun skulda hins opinbera sem hlutfall af landframleiðslu.

 „Þessi framför í afkomu ríkisfjármálanna endurspeglar að efnahagsráðstafanir stjórnvalda í þágu heimila og fyrirtækja undanfarin tvö ár hafa skilað góðum árangri. Skýr merki eru um að atvinnulífið sé að ná tryggri fótfestu, s.s. með stórlækkuðu atvinnuleysi, þótt óvissa af völdum veirufaraldursins sé vissulega enn fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert