Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Kringlumýrabraut, rétt fyrir neðan brúnna á Bústaðavegi, í hádeginu.
Ekki er um alvarlega áverka að ræða.
Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er slökkvilið enn að störfum á vettvangi og geta vegfarendur átt von á einhverjum umferðatöfum.