Árið hefur verið viðburðarríkt hjá lögreglunni en um það bil 189 þúsund mál voru skráð árinu, sem jafngildir 518 málum á sólarhring.
Langflest mál voru skráð á höfuðborgarsvæðinu eða um 43%, næstflest voru á Vesturlandi eða um 15% af öllum skráðum málum.
Fjöldi brota á Vesturlandi má rekja til hraðakstursbrota sem náðust á stafrænum hraðamyndavélum.
Lögreglunni bárust um 82 þúsund tilkynningar um brot, þar af var langstærstur hluti umferðarlagabrot, um 64.000. Hegningarlagabrot voru rúmlega 13 þúsund og sérrefsilagabrot rúm 5 þúsund.
Lögreglu barst að meðaltali 85 tilkynningar um brot á dag á landsvísu ef umferðarlagabrot eru dregin frá. Langstærstur hluti hegningarlagabrota áttu sér stað í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu um 80%. Næst á eftir kemur Norðurland eystra og Suðurnes, með 5% brota hvor.