Ýmis gjöld hækka um áramót

Algeng tegund af bjór mun kosta 405 krónur í stað …
Algeng tegund af bjór mun kosta 405 krónur í stað 399 króna nú. AFP

Hin ýmsu gjöld hækka nú um áramót hjá ríki og sveitarfélögum eins og mörg fyrri ár. Gjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak munu til að mynda hækka um 2,5%, líkt og á síðasta ári, en um er að ræða verðlagsuppfærslu. Þá mun kolefnisgjaldið einnig hækka um 2,5% ásamt kílómetragjaldi og bifreiðagjaldi en lágmark bifreiðagjalds hækkar um 1.000 kr. til viðbótar við 2,5% hækkun.

Útvarpsgjald verður 18.800 krónur á nýju ári, en er nú 18.300 krónur og nemur hækkunin 2,5%.

Kort/mbl.is

Ýmis þjónusta hjá sveitarfélögum hækkar í verði um áramótin og má hjá Reykjavíkurborg nefna m.a. hækkun á aðgangseyri í sundlaugar, í Húsdýragarðinn og gjald fyrir menningarkort borgarinnar. Skráningargjald hækkar hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur um 5,% og árlegt eftirlitsgjald um 4,1%. Sorphirðugjald á blönduðu sorpi hjá Reykjavíkurborg hækkar um 17,5%.

Leikskólagjöld í Reykjavík hækka um 4,1% og fæðisgjöld í leikskólum sömuleiðis. Þá munu mánaðarlegar mataráskriftir í grunnskólum í Reykjavík einnig hækka um 4,1%.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert