Margir eiga eftir að skjótast í matvöru- eða vínbúðir til þess að kaupa hitt og þetta fyrir áramótin. Af þeim sökum tók mbl.is saman afgreiðslutíma helstu verslana á þessum tíma.
Gamlársdagur:
- Flestar verslanir Krónunnar eru opnar frá kl. 9 til 16.
- Verslanir Bónuss og Nettó eru opnar frá kl. 10 til 15.
- Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ eru opnar til kl. 18. Hagkaup í Kringlunni og Smáralind eru opin frá kl. 10 til 14, en á Akureyri, Eiðistorgi og Spönginni er opið frá kl. 8 til 18.
- Verslanir ÁTVR eru opnar frá kl. 9 til 14 á höfuðborgarsvæðinu, frá kl. 9 til 14 í Reykjanesbæ, á Akureyri og á Selfossi, og frá kl. 10 til 13 annars staðar á landsbyggðinni.
- Verslun Extra á Barónsstíg í Reykjavík til miðnættis.
Nýársdagur:
- Verslanir Krónunnar, Bónuss og Nettó eru lokaðar.
- Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ opna klukkan 12.
Opið allan sólarhringinn yfir áramótin:
- Krambúðin á Hringbraut og á Borgarbraut
- Verslanir Iceland í Staðarbergi og Engihjalla.
- Verslanir Orkunnar á Vesturlandsvegi, Suðurfelli, Dalvegi og Fitjum.
- Verslun 10-11 á Laugavegi.
- Verslun Extra í Reykjanesbæ og á Akureyri