Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurst á Suðausturlandi. Annars staðar á landinu er gul veðurviðvörun í gildi.
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að spáð sé mjög hvassri norðaustanátt á morgun með snjókomu eða éljum víða um land.
Annars er spáin svohljóðandi:
Austlæg átt í kvöld, yfirleitt 5-13 m/s en 13-18 syðst á landinu. Dálítil él við suðurströndina og á Vestfjörðum, en bjart með köflum norðaustanlands.
Vaxandi norðaustanátt í nótt, víða stormur eða rok á morgun, en heldur hægari á norðaustanverðu landinu. Snjókoma eða él, en úrkomulítið á Vesturlandi. Frostlaust syðst, en annars vægt frost.