Elsti Íslendingurinn hefur nú lifað 110 jólahátíðir

Dóra Ólafsdóttir slær Íslandsmet í aldri á hverjum degi.
Dóra Ólafsdóttir slær Íslandsmet í aldri á hverjum degi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú í árs­lok eru 43 Íslend­ing­ar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri. Er það svipaður fjöldi og fyr­ir einu ári. Aðeins átta karl­ar eru í þess­um hópi. Kem­ur þetta fram í sam­an­tekt Jónas­ar Ragn­ar­son­ar sem held­ur úti síðunni Lang­lífi á Face­book.

Dóra Ólafs­dótt­ir, sem býr á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík, er elst en hún varð 109 ára í júlí og hef­ur lifað 110 jól. Hún hef­ur náð hærri aldri en nokk­ur ann­ar hér á landi en hún fædd­ist 6. júlí 1912 í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu. Nanna Frank­líns­dótt­ir á Sigluf­irði er næ­stelst, hún varð 105 ára í maí. Þór­dís Fil­ipp­us­dótt­ir í Reykja­vík er í þriðja sæti, varð 104 ára í maí. Snæ­björn Gísla­son á Akra­nesi er elst­ur karla, hann varð 103 ára í fe­brú­ar.

Alls eru 37 núna 99 ára og hafa aldrei verið fleiri. Hlut­fall karla er 40% og hef­ur það ekki áður verið svo hátt, hef­ur yf­ir­leitt verið á bil­inu 20 til 25%.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert