Elsti Íslendingurinn hefur nú lifað 110 jólahátíðir

Dóra Ólafsdóttir slær Íslandsmet í aldri á hverjum degi.
Dóra Ólafsdóttir slær Íslandsmet í aldri á hverjum degi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú í árslok eru 43 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri. Er það svipaður fjöldi og fyrir einu ári. Aðeins átta karlar eru í þessum hópi. Kemur þetta fram í samantekt Jónasar Ragnarsonar sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook.

Dóra Ólafsdóttir, sem býr á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, er elst en hún varð 109 ára í júlí og hefur lifað 110 jól. Hún hefur náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi en hún fæddist 6. júlí 1912 í Suður-Þingeyjarsýslu. Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er næstelst, hún varð 105 ára í maí. Þórdís Filippusdóttir í Reykjavík er í þriðja sæti, varð 104 ára í maí. Snæbjörn Gíslason á Akranesi er elstur karla, hann varð 103 ára í febrúar.

Alls eru 37 núna 99 ára og hafa aldrei verið fleiri. Hlutfall karla er 40% og hefur það ekki áður verið svo hátt, hefur yfirleitt verið á bilinu 20 til 25%.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert