Í dag verður austlæg átt, fremur hæg og yfirleitt léttskýjað fyrir norðan og austan en þykknar upp annars staðar. Frost 0 til 10 stig.
Strekkingsvindur og einhver úrkomuvottur með suðurströndinni og gæti náð um tíma inn á suðvestanvert landið síðdegis og eins á norðanverðum Vestfjörðum. Bætir i vind allra syðst annað kvöld og dregur jafnframt úr frosti á landinu.
Á nýársdag er útlit fyrir vonskuveður, stormur um mest allt land og jafnvel rok syðst. Snjókoma á austurhelmingi landsins, annars víða él, en lengst af þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Frostlaust syðst, en annars vægt frost.
Þeim sem huga á ferðalög er bent á að fylgjast vel með veðurspá og færð. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir allt land á morgun.