Sjósund í ísilögðum sjó fyrir vestan

Brjóta sér leið í gegnum ísinn.
Brjóta sér leið í gegnum ísinn. Halldór Sveinbjörnsson

Mismunandi hefðir og aðferðir eru meðal fólks þegar kemur að því að kveðja árið sem er senn á enda. Flugeldar og kalkúnn eru þá kannski hefðbundna leiðin en vaskur hópur vestur á Ísafirði skellti sér til sunds í tveggja gráðu köldum sjónum í dag.

Sif Albertsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, var ein þeirra sem stungu sér til sunds í dag og ræddi blaðamaður við hana um viðburðinn.

Nú sé ég hérna myndirnar af klakalagi sem liggur ofan á sjónum. Ég verð því að spyrja: hvað gengur ykkur til?

„Já það er góð spurning. Ætli þetta sé ekki bara að kveðja gamla árið með stæl,“ segir Sif létt í lund.

Þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún var með en um er að ræða árvissan viðburð engu að síður. Sif setti sér markmið í byrjun árs að synda í sjónum að minnsta kosti einu sinni í mánuði.

Já og gamlársdagur varð fyrir valinu þennan mánuðinn þá?

„Já þetta er nú reyndar svolítið oft þannig að ég uppgötva þetta 29. hvers mánaðar að ég á eftir að fara í sjóinn. En þetta var bara hrikalega gaman.“

Rúmlega tíu stungu sér til sunds, eða raunar brutu sér leiðina til sunds enda var sjórinn ekki nema tveggja gráðu heitur og lofthiti um sjö gráður í mínus. Þykkur klaki hafði því myndast ofan á sjónum og þurfti hópurinn að brjóta sér leið ofan í sjó.

Óþarfi er að lýsa í löngu máli ástandinu hjá þeim, enda tala myndirnar sínu máli.

Þykkur klakinn vafðist lítið fyrir mannskapnum.
Þykkur klakinn vafðist lítið fyrir mannskapnum. Halldór Sveinbjörnsson
Hópurinn fær í flestan sjó, mætti segja.
Hópurinn fær í flestan sjó, mætti segja. Halldór Sveinbjörnsson
Margur þyrfti umhugsunarfrest áður en hann dýfði sér lóðbeint ofan …
Margur þyrfti umhugsunarfrest áður en hann dýfði sér lóðbeint ofan í þennan sjó. Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert