Harpa telur niður nýtt ár og sýnir ljósverk Ólafs Elíssonar á glerhjúpnum yfir áramótin.
Tíu ár eru liðin frá opnun Hörpu og af því tilefni gaf Ólafur Elíasson, listamaður og höfundur glerhjúpsins, 12 ný ljósverk sem hafa verið til sýningar á glerhjúpnum, eitt í hverjum mánuði á árinu og verða þau öll sýnd á gamlársdag.
Þrátt fyrir aðstæður á árinu voru haldnir rúmlega 430 listviðburðir og 320 ráðstefnur, fundir og tengdir viðburðir í Hörpu.
Þegar mínúta er í miðnætti hefst niðurtalning á glerhjúpi Hörpu þar til árið 2022 birtist þegar klukkan slær tólf á miðnætti.