Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í hádeginu á Gónhól við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem kona var í sjálfheldu.
Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir útkallið.
Konan hafi ekki verið slösuð og því hafi þyrlan komið henni í öruggar hendur björgunarsveitarmanna á svæðinu.