Þyrla send til að sækja konu í sjálfheldu

Frá Geldingadölum.
Frá Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út í hádeginu á Gón­hól við gosstöðvarn­ar í Geld­inga­döl­um þar sem kona var í sjálfheldu.

Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir útkallið.

Konan hafi ekki verið slösuð og því hafi þyrlan komið henni í öruggar hendur björgunarsveitarmanna á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert