Tvö börn á spítalanum með Covid

Valtýr segir að þetta sé eitthvað sem hægt hafi verið …
Valtýr segir að þetta sé eitthvað sem hægt hafi verið að búast við nú þegar smitum fjölgar ört í samfélaginu.

Ungt barn var lagt inn á spítala með Covid-19 í gær. Þetta staðfestir Valtýr Stef­áns­son Thors, sér­fræðing­ur í smit­sjúk­dóm­um barna, við mbl.is.

Fyrst var greint frá fréttunum á vef Rúv.

Nú eru tvö börn á spítalanum með Covid en alls er 21 á spítalanum vegna veirunnar.

Valtýr segir að þetta sé eitthvað sem hægt hafi verið að búast við nú þegar smitum fjölgar ört í samfélaginu. Það endi alltaf með því að einhver þurfi að leggjast inn.

Hann segir að líklega þurfi fleiri börn að leggjast inn næstu vikurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert