Gular veðurviðvaranir taka gildi á austurhluta landsins í kvöld þar sem spáð er vindi upp á allt að 25 m/s með éljum, skafrenningi og lélegu skyggni. Ferðaveður verður mjög slæmt.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en viðvaranir gilda á Austurlandi og Suðausturlandi.
Snarpar vindviður verða við fjöll og víða skafrenningur með lélegu skyggni. Auk slæms ferðaveðurs er fólk hvatt til að huga að lausamunum.
Í athugasemd veðurfræðings Vegagerðarinnar segir að spáð sé stormi með blindhríð og með snörpum vindhviðum á sunnanverðum Austfjörðum og sunnan Vatnajökuls. Gengur ekki niður fyrr en annað kvöld.