Erilsamt hjá björgunarsveitum

Frá aðgerðum dagsins.
Frá aðgerðum dagsins. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar nokkuð oft út í dag vegna ófærðar eftir erilsaman nýársdag þegar óveður gekk yfir landið. 

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að björgunarsveitarfólk hafi komið heilbrigðisstarfsmönnum til og frá vinnu á Héraði í byrjun dags. 

Hvassir vindstrengir gengu síðan yfir Vestmannaeyjar í morgun og voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma böndum á þak sem var við það að flettast af húsi í bænum, en þar varð talsvert tjón.

Það sem af er degi hafa björgunarsveitir í tvígang verið kallaðar út vegna sjúkraflutninga, en greiða þurfti leið fyrir sjúkrabíl og flytja sjúkraflutningamenn á vettvang í Laxárdal og síðan í Hróarstungu á Héraði.

Þar að auki hefur ökumönnum bíla sem lent höfðu í ófærð verið komið til aðstoðar ásamt tilfallandi fokverkefnum.

Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert