Hafa áhyggjur af bólusetningu leikskólakennara

Á morgun verður skipulagsdagur í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Á morgun verður skipulagsdagur í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipulagsdagur verður í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á morgun til að skipuleggja leikskólakennslu út frá gildandi sóttvarnatakmörkunum.

Á þetta ekki við um allt land og með það er ekki sátt. Þá eru uppi áhyggjur um bólusetningu leikskólakennara. Þetta segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is.

Samkvæmt gildandi reglugerð miðast hámarksfjöldi barna á öllum skólastigum við 50 einstaklinga í rými. 

Almennt gildir tveggja metra nálægðarregla en hún tekur þó ekki til barna á leikskólaaldri og ekki til starfsfólks í samskiptum við þau börn. 

Að sögn Haralds hefur stór hópur leikskólakennara aðeins fengið Janssen-bóluefnið og einn örvunarskammt.

Bendir hann á að ekki sé hægt að gefa þessum hópi örvunarskammt strax þar sem ekki eru liðnir fimm mánuðir frá fyrri örvunarskammti. Segir hann Félag leikskólakennara hafa áhyggjur af þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert