Hvassir vindstrengir sunnan Vatnajökuls

Hvasst verður á Suðausturlandi. Mynd úr safni.
Hvasst verður á Suðausturlandi. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Dregið hefur úr vindi á landinu í nótt og víða verður norðaustan og norðan 10-18 m/s í dag en hvassari vindstrengir sunnan Vatnajökuls. Yfirleitt léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él í öðrum landshlutum. Frost 1 til 12 stig, mildast syðst.

Hægari vindur verður á vestanverðu landinu eftir hádegi, en í kvöld gengur í norðvestan hvassviðri eða storm austanlands.

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við hvössum vindstrengjum á suðausturhluta landsins í dag sem er varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert