Flugeldur sprakk í stigahúsi í Hafnarfirði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en talið er að um skemmdarverk sé að ræða.
Greint er frá málinu í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir verkefni næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þar kemur einnig fram að krakkar reyndu að setja flugelda inn um kattarlúgu á heimili í miðbæ Reykjavíkur. Krakkarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang og engar skemmdir urðu.