Sex í öndunarvél

Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél.
Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls liggja 22 sjúk­ling­ar á Land­spít­ala vegna Covid-19 og fækkar um einn frá í gær. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Sjö af átta á gjörgæslu eru óbólusettir.

Þetta kemur fram á vef spítalans.

7.163 sjúk­ling­ar eru á Covid-göngu­deild spít­al­ans, þar af 1.647 börn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert