45 þúsund útköll sjúkrabíla

Nýlegir sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu eru gulir.
Nýlegir sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu eru gulir. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Árið 2021 var annasamt hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Dag eftir dag í sumar bárust fregnir af nýjum metum í fjölda útkalla og bættu flutningar vegna Covid-19 á álag flestra daga. 

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur birt, á facebook-síðu sinni, samantekt yfir árið 2021.

Þar kemur fram að útköll á sjúkrabíla voru alls 42.005, sem samsvarar 155 útköllum á dag. 

Þá voru útköll á dælubíla voru 1.342, sem samsvarar um 3,6 á dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert