795 smit greindust innanlands

Biðröð á Suðurlandsbraut eftir skimun.
Biðröð á Suðurlandsbraut eftir skimun. mbl.is/Karítas

795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 374 í sóttkví eða 47%. Þetta kemur fram á Covid.is. 84 smit greindust á landamærunum og var heildarfjöldi smita því 879. 

7.937 eru núna í einangrun á landinu öllu og 6.273 í sóttkví. 

25 eru á sjúkrahúsi, þar af 7 á gjörgæslu.

Tekin voru 6.237 sýni, þar af 3.120 hjá fólki með einkenni. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 6.084 í einangrun, 510 á Suðurnesjum og 447 á Suðurlandi. Smitin eru færri annars staðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert