Ásgeir og Kolbrún vilja leiða Mosfellsbæ

Ásgeir og Kolbrún sækjast bæði eftir fyrsta sætinu.
Ásgeir og Kolbrún sækjast bæði eftir fyrsta sætinu.

Bæjarfulltrúarnir Ásgeir Sveinsson og Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðsfrestur rann út 21. desember síðastliðinn.

Þetta kemur fram á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.

Prófkjörið fer fram 5. febrúar og taka alls sautján manns þátt í því, níu konur og átta karlar. Í annað sæti bjóða sig fram þær Arna Hagalíns, Helga Jóhannesdóttir og Jana Katrín Knútsdóttir.

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, gaf út í nóvember að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann hefur verið bæjarstjóri síðan 2007.

Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ fengu fjóra af níu bæjarfulltrúum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og rúm 39% atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert