Endalokin á þessu ári

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segist binda vonir við að endalok heimsfaraldursins séu í sjónmáli með dreifingu Ómíkron-afbrigðisins.

„Maður er að vonast til þess að svo sé. Mér finnst við hins vegar ekki hafa alveg nægilega skýra mynd af alvarleika veikinda ennþá, allavega ekki hér á landi. Þær upplýsingar sem við höfum að utan eru þó uppörvandi,“ segir hann en átta voru á gjörgæslu í gærmorgun, sex þeirra voru í öndunarvél. Runólfur segir að mestmegnis sé um að ræða óbólusetta einstaklinga, eða sjö af átta. „Stóru áskoranirnar núna eru gjörgæslan annars vegar og svo Covid-göngudeildin hins vegar, sem er að sinna fjölda einstaklinga sem hugsanlega þyrftu innlögn.“

Runólfur segir að það sem mestu skipti nú sé hvaða hópar sýkist en flestir eru nú smitaðir í aldurshópnum 18 til 29 ára eða 2.085. 

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka