Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann í tengslum við rannsókn er snýr að skotum er hleypt var af á glugga nokkurra íbúðarhúsa í Kórahverfi Kópavogs og í eins Hafnarfirði. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þar segir einnig að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi lagt lögreglunni lið. Þá mun hún ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu.