Hrinan enn í gangi þótt dregið hafi úr virkni

Í aðdraganda síðasta eldgoss á Reykjanesskaganum dró einnig úr skjálftavirkni.
Í aðdraganda síðasta eldgoss á Reykjanesskaganum dró einnig úr skjálftavirkni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálftavirkni á Reykjanesskaganum hefur róast verulega á síðustu dögum en enginn jarðskjálfti hefur mælst yfir þremur að stærð á nýju ári. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Enn er þó ekki hægt að tala um að hrinunni sé lokið en virknin á skaganum er nú meiri en hún hefur verið síðustu mánuði eftir að gosinu lauk.

Spurð hvort líkur á öðru eldgosi fari nú dvínandi segir Elísabet að erfitt sé að segja til um það enda hafi einnig dregið úr skjálftavirkni í aðdraganda síðasta eldgoss í Geldingadölum sem hófst í mars í fyrra. 

Veðurstofan heldur áfram að fylgjast grannt með gangi mála en hér er hægt er að skoða töflu yfir jarðskjálftavirkni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert