Umferð um hringveginn er nú lokuð við Stöðvarfjörð, þar sem eftirvagn flutningabíls fauk og þverar hann nú veginn. Mikið óveður hefur geisað fyrir austan í allan dag.
Samkvæmt heimildum mbl.is var þjóðvegurinn eina leiðin sem var opin við Stöðvarfjörð, þar sem Breiðdalsheiðin var lokuð vegna óveðursins. Mun grafa vera á leiðinni til þess að losa vagninn og opna veginn á ný.
Uppfært kl. 22.00:
Vagninn hefur verið dreginn í burtu og opnað fyrir umferð á svæðinu, að því er lögreglan á Austfjörðum staðfestir við mbl.is.