Íbúar á Seyðisfirði hafa verið beðnir um að halda sig innandyra vegna óveðursins sem geisar á Austurlandi.
Lögreglan á Austurlandi biðlar til fólks um að halda sig heima á facebook-síðu sinni.
Þar segir að lausamunir hafi verið að fjúka í veðrinu og bæði tjóna- og slysahætta af þeim sökum.
Samkvæmt sjálfvirkri veðurathugunarstöð Veðurstofu Íslands eru nú norðan 13 metrar á sekúndu en vindur hefur farið yfir 30 metra á sekúndu í hviðum í morgun.