Nýjustu upplýsingar frá Landmælingum Íslands, um útbreiðslu Covid-19 verða uppfærðar daglega klukkan ellefu að morgni á vefsíðu Kveiks, dagskrárliðs Ríkisútvarpsins.
Um er að ræða samstarf milli Kveiks og Landmælinga Íslands, sem fá gögnin afhent frá sóttvarnalækni.
Á kortinu er hægt að sjá fjöldi nýgreindra tilfella og nýgengi á hverja 100.000 íbúa eftir byggðarlögum síðustu 14 daga á korti, þar sem hægt er að þysja inn á ákveðin svæði fyrir nákvæmari smitfjölda.
Staðsetning tilfella miðast við lögheimili smitaðra nema annar dvalarstaður sé skráður í smitsjúkdómaskrá, að því er segir um framsetningu gagna á vef Kveiks. Í gögnum sóttvarnalæknis, sem Kveikur og Landmælingar fá afhent, er fjöldi tilfella skráður eftir póstnúmerum en á vefnum eru settar fram upplýsingar eftir póstnúmerum og byggðarlögum.