Lifir og hrærist á gönguskíðum

Einar Ólafsson gönguskíðakappi í Bláfjöllum.
Einar Ólafsson gönguskíðakappi í Bláfjöllum. Ljósmynd/Óskar Páll Sveinsson

Arki­tekt­inn Ein­ar Ólafs­son setti Íslands­met í skíðagöngu þegar hann gekk 202,9 km á 20 tím­um með stoppi í styrkt­ar­göngu fyr­ir Ljósið, end­ur­hæf­ing­ar- og stuðnings­miðstöð fyr­ir fólk sem hef­ur fengið krabba­mein og aðstand­end­ur þess. Snorri Ein­ars­son átti fyrra metið, 201 km, frá því í fyrra­vet­ur. „Áður hafði ég gengið lengst 100 kíló­metra,“ seg­ir Ein­ar, sem á glæst­an fer­il að baki í skíðagöngu.

„Gengið í ljósið fyr­ir Ljósið“ fór fram í Bláfjöll­um á stysta degi nýliðins árs og hófst klukk­an 16 þriðju­dag­inn 21. des­em­ber. Hug­mynd­in var að ganga fram að sól­ar­upp­rás morg­un­inn eft­ir og þá hættu fjór­ir göngugarp­ar af fimm í hópn­um, þau Óskar Páll Sveins­son sem átti hug­mynd­ina og fékk Ein­ar með sér í skipu­lagn­ing­una, Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé sem gekk 120 km, sem er senni­lega Íslands­met kvenna, Kristján Sig­urðsson og Sigrún Rósa Björns­dótt­ir. „Ég ákvað að reyna að slá Íslands­metið og gekk tveim­ur tím­um leng­ur, til klukk­an tólf.“

Þegar Ein­ar var barn og ung­ling­ur var al­gengt að krakk­ar væru í mörg­um íþrótta­grein­um. „Ég æfði all­ar íþrótt­ir, var mikið í fót­bolta og hlaup­um, en þegar ég var 17 ára sá ég að skíðagang­an hentaði mér einna best. Mér fannst þetta besti fé­lags­skap­ur­inn og mér þótti gam­an og þykir enn gam­an að ögra sjálf­um mér lík­am­lega. Gang­an passaði því eins og flís við rass.“

Á keppnis­ár­un­um var Ein­ar marg­fald­ur Íslands­meist­ari í skíðagöngu auk þess sem hann stóð sig vel á alþjóðleg­um mót­um og keppti meðal ann­ars á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um 1984 og 1988. Stolt­ast­ur er hann af ár­angr­in­um á sænska meist­ara­mót­inu 1986, en þá varð hann í átt­unda sæti í 15 km göngu og í ní­unda sæti í 50 km göngu. „Þetta er besti ár­ang­ur minn á ferl­in­um en ég átti líka ágæt­is göngu í Vasa-göng­unni 1987, þegar ég varð í 59. sæti af um 15.000 kepp­end­um.“ Hann bend­ir á að á þess­um árum hafi Sví­ar verið lang­best­ir í skíðagöngu og átt sjö af tíu bestu göngu­mönn­um í heims­bik­arn­um 1986. „Árang­ur minn á sænska meist­ara­mót­inu sama ár vakti því at­hygli í skíðaheim­in­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert