Búist er við stormi eða roki austan til á landinu fram eftir degi. Gular viðvaranir eru á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi.
Spáð er norðvestan 20-28 metrum á sekúndu austan til á landinu og verður hvassast á Austfjörðum, annars norðan 8-15 m/s.
Víða verða él, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost verður á bilinu 0 til 9 stig. Dregur úr vindi síðdegis.
Á morgun er spáð norðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, en 10-15 austast fram eftir degi. Lítils háttar él verða norðaustanlands, en lengst af bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Frost verður á bilinu 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins.