Sýnatöku aflýst vegna slæmrar veðurspár

Ljósmynd/Landspítali

Vegna mjög slæmrar veðurspár er áður auglýstri sýnatöku vegna Covid-19 aflýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði í dag, mánudag.

Ný tímasetning sýnatöku verður tilkynnt síðar í dag eða á morgun. Hún verður auglýst á heimasíðu og Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi á vef lögreglu meðal annars og á Facebook-síðu lögreglu, að því er kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi.

Þeir sem hafa einkenni Covid-smits eru beðnir um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert