Úr pólitík í tæknigeirann

Katrín Atladóttir.
Katrín Atladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórn. Hún ætlar sér aftur í tæknigeirann og hefur störf hjá Dohop á vormánuðum en sinnir sínum skyldum út kjörtímabilið.

„Þetta er fyrirtæki sem ég er búin að fylgjast með frá stofnun. Hlakka ótrúlega mikið til að koma til starfa þar, fara aftur í þetta kvika og frjóa umhverfi sem ég var í áður og að starfa aftur við það sem ég menntaði mig í og er með bakgrunn í,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið.

Hún segist stolt af störfum sínum í þágu borgarbúa, sér í lagi tillögu sinni um aukna forritunarkennslu barna og hjólreiðaáætlun Reykjavíkur. 

Þá styðji hún Hildi Björnsdóttur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins og bindi miklar vonir við að hún muni leiða Sjálfstæðisflokkinn þegar gengið verður til kosninga í vor. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert