1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 804 utan sóttkvíar við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 177 smit greindust á landamærunum og samanlagt voru smitin því 1.466 talsins. 8.641 er í einangrun, sem er fjölgun um 704 á milli daga. Alls eru 6.940 í sóttkví, sem eru 667 fleiri en í gær.
Aldrei hafa fleiri smit greinst á landamærunum en áður höfðu mest 127 smit greinst þar á gamlársdag.
Tekin voru 6.438 sýni í gær, þar af 5.098 hjá fólki með einkenni.
Samtals eru 6.533 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestir eru í einangrun á Suðurnesjum, eða 546, sem er fjölgun um 85 frá því í gær. Á Suðurlandi eru 532 í einangrun.