28 sjúklingar liggja á Landspítala með- eða vegna Covid-19 og er það fjölgun um þrjá síðan í gær. Meðalaldur þeirra er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél.
8.554 sjúklingar eru á Covid-göngudeild spítalans, þar af 1.955 börn. Þessir sjúklingar eru með staðfest virk smit utan spítalans.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 279 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala, að því er segir í tilkynningu.