5,5 milljónir heimsóttu Vínbúðirnar

Alls komu rúmlega 5,5 milljónir viðskiptavina í Vínbúðirnar á nýliðnu ári. Viðskiptavinum fækkaði um tæplega 32 þúsund eða um 0,6%. Flestir viðskiptavinir komu í Vínbúðina daginn fyrir skírdag, miðvikudaginn 31. mars, tæplega 44 þúsund manns. Næst á eftir kemur 30. desember með tæplega 42 þúsund viðskiptavini.

Mikið var selt fyrir verslunarmannahelgi

Flestir lítrar voru seldir miðvikudaginn fyrir páska eða 321 þúsund lítrar. Stærsta söluvika ársins var vikan fyrir verslunarmannahelgi en þá seldust um 815 þúsund lítrar af þeim tæplega 26,4 milljónum lítra sem seldust á árinu.

Alls seldust 26,4 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum 2021. Til samanburðar var salan 2020, sem var metár, 26,8 milljónir lítra. Í heildina dróst salan saman um 1,6% á milli ára, að því er fram kemur á heimasíðu Vínbúðanna. Sala dróst saman í flestum söluflokkum. Þannig dróst sala á rauðvíni saman um 5,9%, hvítvíni um 2,5% og lagerbjór um 2,2%, en af síðastnefnda flokknum voru seldar tæplega 18,5 milljónir lítra.

Samdráttur í tóbakssölu

Tveir söluflokkar skera sig úr varðandi aukningu á milli ára, freyðivín/kampavín sem jókst um 17% og blandaðir drykkir en sala í þeim flokki jókst um 22% á milli ára.

Sala á öllum tegundum tóbaks dróst saman í fyrra, sala á sígarettum dróst saman um 7% og á neftóbaki um 35%, en 2020 jókst salan í öllum flokkum tóbaks nema neftóbaki. Sala neftóbaks heldur áfram að dragast saman og var nú 16,5 tonn eða 35% minni en sala ársins 2020. Til samanburðar var sala ársins 2019 46 tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert