Álíka margar útskriftir og innlagnir

Flestir þeirra sem greinast inniliggjandi með Covid-19 geta fljótlega farið …
Flestir þeirra sem greinast inniliggjandi með Covid-19 geta fljótlega farið annað til að ljúka einangrun.

Flæði Covid-19-sjúklinga á Landspítalanum gengur hratt. Daglega eru fjórar til sex innlagnir eða greiningar inniliggjandi og álíka margar útskriftir.

Þetta kemur fram í tilkynningu Landspítalans.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að flestir þeirra sem greinast inniliggjandi geta fljótlega farið annað til að ljúka einangrun. Þó þurfa þeir sem leggjast inn með Covid-19 og vegna annarra vandamála að jafnaði lengri legu.

Nú liggja 28 sjúk­ling­ar á Land­spít­ala með eða vegna Covid-19. Er það fjölg­un um þrjá síðan í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert