Ekki liggur fyrir hversu mörg kíló af kannabis lögreglan lagði halda á á sunnudag í Breiðholti, en að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þá var þetta „ágætis ræktun“.
Eins og mbl.is greindi frá í gær leiddi útkall vegna vatnsleka í ljós kannabisræktun, einn var handtekinn og sleppt eftir yfirheyrslu.
Spurð hvort útkall vegna vatnsleka hafi áður leitt í ljós kannabisræktun svaraði Þóra því játandi.