Eldur kviknaði í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan fimm.
Að sögn varðstjóra var bústaðurinn alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang og var ákveðið að láta hann brenna niður og passa gróður í kring.
Ekki er talið að neinn hafi verið í bústaðnum.
„Við erum með hátt í tvær stöðvar á staðnum til að vera með tök á þessu,“ sagði varðstjórinn.
Vika er liðin síðan annar bústaður brann til kaldra kola við Elliðavatn og að sögn varðstjórans kviknaði eldurinn í nótt á svipuðum slóðum.