Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í dag kröfu sóttvarnalæknis þess efnis að karlmaður sæti sóttkví frá 30. desember 2021 til 13. janúar 2022, en ákvörðun falli niður gangist hann undir PCR-próf einum sólarhring eftir að einangrun þess smitaða, er dvaldi á heimili karlmannsins.
Dómurinn félst ekki á það sjónarmið varnaraðila að ákvörðunin hafi farið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hans, meðal annars þar sem sú skylda hvíli á stjórnvöldum að bregðast við til verndar lífi og heilsu fólks ef ljóst sé að bein og fyrirsjáanleg ógn steðji að því.
Því verði að játa stjórnvöldum „nokkurt svigrúm“ við mat nauðsyn aðgerða í ljósi upplýsinga um stöðu sjúkdómsina á hverjum tíma.
Varnaraðilinn hafði þurft að sæta sóttkví frá 11. desember þegar dóttir hans greindist smituð en síðan frá 16. desember sama mánaðar þar sem eiginkona hans greindist. Hafði hann þá dvalið á sama heimili og fyrrgreindir einstaklingar en ákvörðun dómsins sneri að sóttkví varnaraðila í kjölfar þess að sonur hans smitaðist.
Dóminn kvað upp Ingi Tryggvason héraðsdómari en í forsendum dómsins voru rökum fyrir aðgerðum gegn Covid-19 ljáð nokkurt vægi sem og gildandi reglugerðum um sóttkví og einangrun, sem hafa stoð í sóttvarnalögum.