Ólöf Helga býður sig fram til formanns Eflingar

Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir býður sig fram til formanns Eflingar.
Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir býður sig fram til formanns Eflingar. mbl.is/Unnur Karen

Ólöf Helga Adolfsdóttir hefur gefið kost á sér í embætti formanns Eflingar til næstu tveggja ára og til setu í stjórn Eflingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólöf sendi á fjölmiðla.

Ólöf hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019 en frá því í nóvember á síðasta ári hefur hún starfað sem varaformaður við hlið formanns Agniezsku Ewu Ziólkowsku. 

Áður starfaði Ólöf sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli og gegndi hún þá embætti trúnaðarmanns innan Eflingar þar til henni var sagt upp störfum.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu trúnaðarmanna og efla þá í starfi.  Ég vil halda áfram því öfluga starfi sem Efling hefur unnið að síðustu ár og lýtur m.a. að þjónustu við erlenda félagsmenn og þátttöku þeirra í starfi hreyfingarinnar. Ég vil takast á við vanda ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra sem eru utan náms og vinnu af fullum þunga. Síðast en ekki síst vil ég vinna að því ásamt stjórn og skrifstofu að efla þjónustu við félagsmenn enn frekar, byggja upp fræðslustarf, auka lýðræði innan félagsins og tryggja aðgengi félaga að upplýsingum um starfsemi Eflingar,“ segir í tilkynningunni.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka