Slasaðist við klifur á Þingvöllum

Maðurinn féll nálægt Öxará.
Maðurinn féll nálægt Öxará. Ljósmynd/Landsbjörg

Ungur maður slasaðist á fæti eftir fall þar sem hann var við klifur nálægt Öxará og voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út laust fyrir níuleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tikynningu frá Landsbjörg.

Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl klukkan tíu í kvöld en rúmlega 30 manns komu að aðgerðinni í 15 stiga frosti á Þingvöllum.

Mikil hálka er á svæðinu og þurfti því góðan hóp af vel útbúnu fólki til að flytja manninn af vettvangi í sjúkrabíl. Sjúkraflutningarmenn frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu komu fyrstir á vettvang og hlúðu að manninum. 

Björgunarsveitarfólk kom þá upp búnaði til að tryggja öryggi viðbragðsaðila þegar bera þurfti manninn af vettvangi við krefjandi aðstæður. 

Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert