Vindmyllan loks fallin

Vindmyllan er loksins fallin.
Vindmyllan er loksins fallin. mbl.is/Sigmundur

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar náði loks að fella vindmyllu sem skemmdist í bruna á nýársdag í Þykkvabæ.

„Þýska stálið er fallið og féll í sjöttu tilraun. Það var viðbúið að það gæti þurfti einhverjar tilraunir,“ segir Ásgeir Erlendsson í samtali við mbl.is.

„Allt kapp var lagt á það að fella mylluna í kvöld vegna veðursins sem spáð er og það er mjög gleðilegt. Það í raun og veru var búið að myndast gat á mylluna og hún gaf sig í sjöttu sprengingu,“ segir hann að endingu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert