Útlit er fyrir stormi á Suðvesturlandi og miðhálendinu annað kvöld samkvæmt spá Veðurstofu Íslands og víða um land taka gildi gular viðvaranir.
„Síðan þegar líður á nóttina, þá verður talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Það hvessir einnig fyrir norðan yfir nóttina. Það mesta verður liðið hjá upp úr hádegi á fimmtudaginn,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.
Þrátt fyrir að storminum lægi á fimmtudag, er tvær aðrar lægðir á leið til landsins. Önnur þeirra kemur á föstudag og sú þriðja á sunnudaginn.
„Þetta er allt suðaustan hvassviðri með talsverði úrkomu sunnan og austan lands. Það er skammt stórra högga á milli.“
Birta segir Veðurstofuna þó hafa mestar áhyggjur af lægðina sem kemur á morgun, þar sem hún er bæði djúp og kröpp og má búast við miklu hvassviðri á meðan hún gengur yfir.
„Þetta er spurning um hversu nálægt landi hún kemur, hversu mikil áhrif hún mun hafa. Við erum að fylgjast vel með þróuninni á henni. Við erum búin að gefa þessar viðvaranir en þær verða mjög líklega fleiri,“ segir Birta og bætir því við að það koma skil yfir suðvestan-vert landið á morgun.
„Það verður hvassvirði Suðvestanlands á morgun. Það dregur úr því síðdegis en síðan bætir aftur hressilega í annað kvöld. Það verður mögulega svikalogn á morgun.“
Fólk á svæðum þar sem viðvaranir eru gildi þurfa að passa ganga frá lausamunum í sínu nærumhverfi að sögn Birtu.
„Hafa ekki grillið í berangri, eða trampólín.“