1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 voru í sóttkví við greiningu, eða um 43%. Þetta kemur fram á Covid.is. 164 smit greindust á landamærunum og samanlagt greindust því 1.238 á smit í gær. 9.125 eru í einangrun, sem eru 484 fleiri en í gær. 7.525 eru í sóttkví, sem fjölgun um 585. Samtals eru 30 á sjúkrahúsi, þar af átta á gjörgæslu.
14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er komið upp í 3.037, sem er aukning um rúmlega 200 frá því í gær.
6.894 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem er fjölgun um 361 á milli daga. Næstflestir eru í einangrun á Suðurnesjum, eða 579, sem eru 33 fleiri en í gær. Á Suðurlandi eru 562 í einangrun, sem er fjölgun um 30.